Fjárlög 1991
Föstudaginn 14. desember 1990


     Pálmi Jónsson :
    Virðulegi forseti. Komið hefur fram að fjárveitingar til Byggðastofnunar hafa verið skornar niður í tíð núv. ríkisstjórnar svo að fjárhagur þeirrar stofnunar stefnir í hrein vandræði. Það er því ljóst að þörf væri á að auka framlög til stofnunarinnar til þess að geta mætt miklum vanda í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Hins vegar er óvenjulegt eða óeðlilegt að það sé gert á þann hátt að sérfjárveitingu sé ætlað að renna til atvinnulífs fyrir konur sérstaklega og ekki ráðlegt að verja fjárveitingum með kynbundnum hætti til opinberra stofnana. Ég segi því nei við þessari tillögu.