Fjárlög 1991
Föstudaginn 14. desember 1990


     Pálmi Jónsson :
    Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að benda á það að 6. gr. í heild verður til meðferðar hjá fjvn. milli 2. og 3. umr. Greinin hefur ekki hlotið afgreiðslu í fjvn. og verður tekin þar til athugunar. Ég vil taka fram að það getur mjög vel komið til greina að kaupa húsnæði fyrir Ríkisendurskoðun. Þessi liður eins og aðrir verður tekinn til athugunar á milli umræðna, þar á meðal það form sem hér hefur verið gert að umtalsefni. En meðan ekki hefur farið fram athugun á málinu í fjvn., þá sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ég greiði ekki atkvæði.