Fjárlög 1991
Föstudaginn 14. desember 1990


     Árni Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er með miklum semingi að ég tek undir þessa tillögu. Ég tek að verulegum hluta undir þau sjónarmið sem komu fram í ræðu hv. 2. þm. Norðurl. e. Ég held að það sé óeðlilega að þessu máli staðið og ég vænti þess fastlega að hv. fjvn. skoði þetta mál á milli 2. og 3. umr. En svo að málið nái fram að ganga nú segi ég já.