Heilbrigðisþjónusta
Föstudaginn 14. desember 1990


     Salome Þorkelsdóttir :
    Hæstv. forseti. Mér finnst rétt að gera grein fyrir þessum fyrirvara sem ég setti með minni undirskrift undir nál. Eins og fram kom hjá hv. 5. þm. Norðurl. e., formanni nefndarinnar, þá er þessi brtt. sem gerð er á frv. samkomulagsatriði, en það voru efasemdir í mínum huga varðandi þá breytingu að í stað þess að ráðherra skipi þessa tvo nefndarmenn til eins árs í senn þá komi það ákvæði sem segir að tveir fulltrúar skipaðir af þeim ráðherra sem gegnir embætti heilbr.- og trmrh. hverju sinni. Þarna var þessu breytt og ég hefði talið að þetta hefði mátt standa óbreytt. Ég geri ekki ágreining út af þessu atriði og þess vegna vildi ég gera grein fyrir þeirri afstöðu minni að skrifa undir nál. með fyrirvara.