Veiðiheimildir smábáta
Mánudaginn 17. desember 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir hógværa beiðni hv. 3. þm. Vestf. um það að þessi umræða geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Mánudagar eru reglulegur fundartími sameinaðs þings og þingmenn almennt hafa mikinn áhuga á því máli sem hér er rætt og auðvitað sjálfsagt að þessi umræða geti haldið áfram nú til þess að hún slitni ekki í sundur, ekki aðeins hér í þinginu heldur líka í frásögnum fjölmiðla sem munu sýna þessu máli mikinn áhuga. Það er þess vegna bæði í þágu þingsins sjálfs og málefnalegrar umræðu hér, og einnig til þess að skekkja ekki umræðuna í fjölmiðlum, sem nauðsynlegt er að þessi umræða geti haldið áfram þangað til henni lýkur. Ég veit að hæstv. forseti skilur mikilvægi þessa máls en ég ber mikla virðingu fyrir embætti hans.