Sparisjóðir
Þriðjudaginn 18. desember 1990


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 87/1985, um sparisjóði, sem er á þskj. 332. Þetta frv. er fylgifrv. með frv. til laga um samvinnufélög á þskj. 331, sem var hér síðast til umræðu.
    Tilgangur þessa frv. er að gefa samvinnufélögunum heimild til þess að stofna sparisjóði í stað þess að reka innlánsdeildir, eins og nú er heimilt, en það er gert ráð fyrir því í frv. um samvinnufélögin að sú heimild falli brott í árslok 1995.
    Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að leggja til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.