Tímabundin lækkun tolls af bensíni
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 349 um frv. til laga um tímabundna lækkun tolls af bensíni, en þetta mál var lagt fram í Nd. Voru allir nefndarmenn sammála um að samþykkja efni frv., en í því felst að lækka tímabundið toll af bensíni og var það tilkomið vegna þeirrar óvæntu hækkunar sem varð á alþjóðamörkuðum í kjölfar innrásarinnar í Kúvæt. Eins og ég sagði áðan eru allir nefndarmenn í fjh.- og viðskn. Ed. sammála um efni frv., sem og nefndarmennirnir í fjh.- og viðskn. Nd. Leggja þeir til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á því í meðförum Nd.