Lánsfjárlög 1991
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Guðmundur Ágústsson :
    Sú brtt. sem hér um ræðir felur í sér að kirkjugarðsgjald er skert um 5% meira en gert var ráð fyrir í upphaflega frv., en það hefur komið aftur á móti að sóknargjöldin hafa ekkert verið skert og það er sú breyting sem gerð var í meðförum málsins í fjh. - og viðskn. að fella niður sóknargjöld til að auka á móti skerðingunni á kirkjugarðsgjöldum. Þetta gefur kirkjunni um 20 millj. í auknar tekjur og töldum við sem í meiri hl. vorum þetta sanngirnismál gagnvart kirkjunni að gera þetta með þessum hætti þar sem það liggur ljóst fyrir að kirkjugarðar hafa umleikis töluvert meira fjármagn heldur en sóknirnar og kirkjugarðarnir gætu borið þetta með þessum hætti. Þingmaðurinn segir já.