Húsnæðisstofnun ríkisins
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég hef ekki fengið í hendur lög um Húsnæðisstofnun ríkisins eins og þau líta út nú heldur eru þau afhent manni í mörgum pörtum. Þau hafa ekki verið felld saman nema þannig að inn í þau séu felldar breytingar sem Alþingi hefur ekki samþykkt þannig að það er töluvert seinlegt að glöggva sig á þeim gögnum sem varða þetta mál. Ég óska eftir því að þessu máli verði frestað til morguns og ég fái tóm til þess að bera saman og athuga efnislega hvað hér sé á ferðinni.