Lánsfjárlög 1991
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Fjh. - og viðskn. kom saman á stuttum fundi áðan vegna þeirra mistaka sem við töldum að væru á frv. og þeim brtt. sem við samþykktum að leggja fram. En það var mikið um það rætt í nefndinni að veita Hafnabótasjóði auknar heimildir sem nemur 80 millj. til að veita til innsiglingarinnar í Höfn í Hornafirði.
    Allir nefndarmenn voru sammála þessari túlkun og leggja fram sérstaka brtt. á þskj. 405 í þessu skyni. Þar er gert ráð fyrir að í stað ,,14.060.000`` komi í 1. gr.: 14.140.000. En þessi aukning á lántökuheimild er eins og ég sagði vegna Hafnabótasjóðs til framkvæmda við Hafnarós eða ósinn í Höfn í Hornafirði.