Rannsóknir í þágu atvinnuveganna
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. sjútvn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson) :
    Virðulegi forseti. Ég flyt hér nál. sjútvn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 64 21. maí 1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.
    Þetta frv. fjallar um möguleika Hafrannsóknastofnunar til að taka þátt í hlutafélögum sem eiga við rannsóknir í þágu sjávarútvegsins.
    Nefndin hefur fjallað um frv. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, lýsti áliti sínu á frv. við nefndarmenn. Nefndin leggur eindregið til að frv. verði samþykkt án breytinga.
    Undir þetta nál. rita Hreggviður Jónsson, Alexander Stefánsson, Matthías Bjarnason, Guðni Ágústsson, Kristinn Pétursson, Geir Gunnarsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson.