Húsnæðisstofnun ríkisins
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 371 frá félmn. um frv. til laga um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt eins það var afgreitt frá efri deild.
    Nefndin fékk til viðræðna um frv. Sigurð Geirsson, forstöðumann húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins, og Tryggva Pálsson, bankastjóra Íslandsbanka. Þá barst nefndarmönnum greinargerð Ríkisendurskoðunar um húsbréfakerfið.
    Alexander Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir nál. rita Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðrún Helgadóttir, Jón Kristjánsson, Eggert Haukdal og Geir H. Haarde, með fyrirvara, og formaður, Rannveig Guðmundsdóttir.