Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Það kom mér nokkuð á óvart að hv. þm., sem á sæti í fjh.- og viðskn., hv. 1. flm. þessa máls, skyldi ekki impra á þessu í nefndinni. Hann hlaut að vísu höfuðhögg um daginn og kunna að vera einhverjar eftirstöðvar af því. En þetta mál var til umræðu í morgun seinast í fjh.- og viðskn. og ég tel eðlilegt að hann hefði getað stumrað upp þessari brtt. þar. En þar sem hann gerði það nú ekki þá óska ég eftir því, herra forseti, að fjh.- og viðskn. gefist tækifæri til þess að fjalla um þetta mál á fundum sínum og óska eftir því að afgreiðslu þessa máls verði frestað nú þannig að nefndinni gefist kostur á að íhuga þetta mál.