Húsnæðisstofnun ríkisins
Fimmtudaginn 20. desember 1990


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Í mínum huga er það rangt að Alþingi hafi á sl. vori tekið ákvörðun um að fella niður heimildir til þess að Byggingarsjóður ríkisins lánaði til heilsuspillandi íbúða. Fyrir misgáning var 5. tölul. felldur þar sem talað var um lánaflokka Byggingarsjóðs ríkisins. En kaflinn sem fjallaði um heilsuspillandi íbúðir var í heild inni sem sannar auðvitað að hugmyndin var sú að halda þeim kafla inni. Hitt eru svo ástæður sem mér eru ekki kunnar hvers vegna hæstv. félmrh. snýst svo öndverður gegn því að þessum lánveitingum sé haldið áfram.