Virðisaukaskattur
Fimmtudaginn 20. desember 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Forseti hefur þegar tekið af mér ómakið. Ég ætlaði að greina frá því að ég óskaði eftir því að tillagan kæmi til meðferðar í fjh. - og viðskn. deildarinnar. Það er alveg rétt hjá hv. 17. þm. Reykv., fjh. - og viðskn. hefur ekki unnist tími til þess að halda fund á þessum degi. Hann er boðaður nú síðar í dag og þá gefst okkur tækifæri til þess að ræða þetta mál og önnur sem fyrir nefndinni liggja. En orsök þess að við höfum ekki getað haldið fund er sú að a.m.k. einn af nefndarmönnum hefur verið tepptur annars staðar á miklum fundi, en þeim fundi er að ljúka og ég vænti þess að nefndin verði fullskipuð innan skamms.