Afgreiðsla þingmála
Föstudaginn 21. desember 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Aðeins örfá orð enda tíminn naumur. Ég hef nú setið hér nokkra fundi þar sem ákveðnum málum hefur verið frestað trekk í trekk, 9. og 10. málið á þessari dagskrá. Nú þætti mér vænt um að fá það staðfest hjá forseta hvers við eigum að vænta á þessum fundi. Því ég veit ekki til að það sé andstaða gegn því að 10. málið komi til atkvæða hér á fundinum.