Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 21. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseti mun gera ráðstafanir til þess að þessi augljósa villa verði leiðrétt áður en frv. fer út úr þessari hv. deild og verður það gert þegar í stað.
    Það hafa ekki fleiri kvatt sér hljóðs um frv. og er umræðu lokið og mun nú forseti freista þess að ná fram atkvæðagreiðslu og taka þá inn breytinguna á húsnæðisstofnunarfrv. við 3. umr. Forseta er þó ami að því að samþykkja greinar frv. vitlausar, eins og þær eru núna og væri þess vegna tilbúinn að doka aðeins við. Hér geta farið fram atkvæðagreiðslur um 4. og 5. dagskrármálið á meðan starfsmenn útbúa brtt. sem gæti þá komið fyrir þennan fund með afbrigðum og mætti þá greiða um hana atkvæði um leið og greidd eru atkvæði um einstakar greinar frv. En til þess að svo megi verða þarf forseti að ná sambandi við virðulega starfsmenn þingsins.
    Forseta hefur verið greint frá því að sú villa í frv., sem hv. 17. þm. Reykv. benti á og honum eru færðar þakkir fyrir, er villa í frágangi á stöðuskjali og verður frv. prentað upp og því dreift hér fyrir atkvæðagreiðsluna með réttum tölum.