Jólakveðjur í neðri deild
Föstudaginn 21. desember 1990


     Ólafur G. Einarsson :
    Ég þakka hæstv. forseta hlý og vinsamleg orð í garð okkar þingdeildarmanna. Ég þakka forseta réttláta og röggsama fundarstjórn og góða forustu um störf þingdeildarinnar. Ég þakka honum sérstaklega fyrir lipurð við okkur þingmenn, ekki síst nú í önnum þessara síðustu daga.
    Í nafni okkar þingdeildarmanna óska ég hæstv. forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ég þakka einnig í nafni okkar þingdeildarmanna starfsfólki þingsins fyrir vel unnin störf. Ég læt í ljósi þá von að við megum öll hittast heil á nýju ári. Ég ítreka árnaðaróskir okkar til hæstv. forseta og bið hv. þingdeildarmenn að taka undir þessar óskir mínar með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]