Iðnlánasjóður
Föstudaginn 21. desember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 476 frá fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 76 frá 19. ágúst 1987, um Iðnlánasjóð. En svo segir í nál.:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt.``
    Undir þetta rita Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Skúli Alexandersson, Guðrún J. Halldórsdóttir, Eiður Guðnason og Eyjólfur Konráð Jónsson. Halldór Blöndal var fjarstaddur afgreiðslu málsins.
    Þetta mál er fylgifrv. þess máls sem var rætt hér áðan, um Útflutningsráð, og felst í því að sá tekjustofn sem Iðnlánasjóður hefur til umráða hefur verið lækkaður úr 0,25% í 0,16%.