Starfsmannamál
Föstudaginn 21. desember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 493 frá fjh.- og viðskn. um frv. til laga um starfsmannamál o.fl. í kjölfar breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Mál þetta hlaut afgreiðslu í dag frá Nd. Það voru ekki gerðar efnislegar athugasemdir við frv. og engar breytingar gerðar í meðförum málsins í hv. Nd.
    Á fundi núna áðan var málið tekið fyrir í hv. fjh.- og viðskn. og voru menn sammála um að afgreiða málið frá deildinni. Hins vegar voru menn ekki sammála um að á sínum tíma hafi fólk verið flutt en ekki verkefni, eins og fram kom í máli hv. fjmrh. Á sínum tíma þegar frv. um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var afgreitt var verið að flytja verkefni á milli ríkis og sveitarfélaga, fólkið gleymdist ekki heldur var galli í frv.
    Allir nefndarmenn eru sammála efni frv. og rita þeir undir og mæla með að það verði samþykkt. Halldór Blöndal var fjarstaddur afgreiðslu málsins.