Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar
Föstudaginn 21. desember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti verður nú að ítreka að um það var heiðursmannasamkomulag gert að þessi umræða stæði ekki mikið lengur en 1 -- 1 1 / 2 tíma. Mér finnst mjög á það samkomulag hafa verið gengið. Ég vil nú enn biðja menn að reyna að stytta mál sitt því vandinn er sá að forseti verður að geta haldið þingmönnum hér í húsinu til þess að unnt sé að samþykkja þál. um jólaleyfi þingmanna. Nú fara menn sem eiga langan veg heim að huga að ferðum þannig að forseti fer að verða í verulegum vandræðum ef þessu vindur fram á þennan hátt. ( Forsrh.: Forseti, má ekki fresta til að samþykkja tillöguna fyrst?) Forseta er mjög illa við að gera það.