Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar
Föstudaginn 21. desember 1990


     Þorsteinn Pálsson (um þingsköp) :
    Frú forseti. Ég vil staðfesta það að þegar forseti féllst á að leyfa þessa umræðu utan dagskrár, sem ég met mikils og hef þakkað fyrir, þá var um það talað að reyna að haga því þannig til að umræðan stæði ekki lengur en 1 -- 1 1 / 2 klukkutíma. Ég vil aðeins vegna áminningarorða hæstv. forseta vekja á því athygli að auk málshefjanda hafa hér aðeins talað talsmenn stjórnarflokkanna og að ég hygg formaður Alþb. ekki tekið skemmstan tíma af þeim sem hér hafa talað. En ég ítreka að þetta var umtalað og ég tel að af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna hafi það samkomulag fram til þessa að fullu verið virt.