Framhaldsfundir Alþingis
Mánudaginn 14. janúar 1991


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) :
    Hinn 4. janúar sl. var gefið út svohljóðandi forsetabréf:

    ,,Forseti Íslands gerir kunnugt:
    Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 14. janúar 1991, kl. 14.00.
Gjört í Reykjavík, 4. janúar 1991.

Vigdís Finnbogadóttir.

______________________
Steingrímur Hermannsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

    Með þessu bréfi kemur Alþingi saman á ný eftir jólahlé. Ég vil nota tækifærið og óska öllum hv. alþm. gleðilegs nýs árs og þakka liðna árið, sömuleiðis öllum starfsmönnum hv. Alþingis.
    Þetta verður tiltölulega stutt þing en ég vil lýsa þeirri von minni að það verði árangursríkt og þjóðinni til gæfu.