Stjórnarskipunarlög
Þriðjudaginn 15. janúar 1991


     Flm. (Ásgeir Hannes Eiríksson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til stjórnarskipunarlaga. Í stuttu máli er þar gert ráð fyrir í fyrsta lagi að sami kosningarréttur gildi fyrir alla landsmenn, í öðru lagi að landinu verði skipt upp í einmenningskjördæmi, í þriðja lagi að Alþingi starfi í einni málstofu og tínt til margt annað smotterí sem til betri vegar kann að horfa hér í þjóðfélaginu.
    Ég þakka forseta fyrir það langlundargeð að hlýða á mál mitt og að öðru leyti vísa ég áhugasömum þingmönnum á þskj. 228.