Rannsókn kjörbréfa
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf frá hæstv. forseta Ed.:
    ,,Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþfl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem Karl Steinar Guðnason, 4. þm. Reykn., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér að hans beiðni með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna veikinda 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, Elín S. Harðardóttir matsveinn, sæti á Alþingi í forföllum hans.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Jón Helgason,

forseti Ed.``


    Þessu bréfi fylgir eftirfarandi bréf:
    ,,Vegna veikinda get ég því miður ekki tekið sæti Karls Steinars Guðnasonar, 4. þm. Reykn., á Alþingi næstu tvær vikur.
Virðingarfyllst,

Guðmundur Oddsson,

1. varaþm. Alþfl. í Reykjaneskjördæmi.``


    Elín S. Harðardóttir hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf hennar skv. 4. gr. þingskapa.

    Þá hefur borist svofellt bréf frá hæstv. forseta Nd.:
    ,,Jón Sigurðsson, 4. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. og 2. varamanns taki 3. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Með þessu bréfi fylgja bréf frá 1. og 2. varamanni Alþfl. í Reykjavík, þeim Jóni Braga Bjarnasyni prófessor og Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi, svohljóðandi:
    ,,Ég undirritaður, Jón Bragi Bjarnason, get ekki tekið sæti Jóns Sigurðssonar á Alþingi næstu tvær vikurnar vegna sérstakra anna.
Virðingarfyllst,

Jón Bragi Bjarnason.``


    Eftirfarandi bréf hefur einnig borist:
    ,,Vegna sérstakra anna get ég undirrituð ekki tekið sæti Jóns Sigurðssonar á Alþingi næstu tvær vikur.
Virðingarfyllst,

Lára V. Júlíusdóttir.``


    Samkvæmt þessum bréfum og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Elínar S. Harðardóttur og Björgvins Guðmundssonar. Gert verður hlé á fundinum í 5 mínútur á meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]