Launamál
Miðvikudaginn 23. janúar 1991


     Þorv. Garðar Kristjánsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það ærir nú óstöðugan að halda áfram þessum orðaskiptum við hæstv. forseta. Hann víkur sér undan að svara einföldum fyrirspurnum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhafa óeðlileg vinnubrögð í þessu máli þó að um eitthvað hafi verið talað fyrir einum eða tveim dögum í fjh. - og viðskn. Og það þarf að taka tillit til fleiri heldur en þeirra sem eru í fjh. - og viðskn. Það þarf að taka tillit til allra deildarmanna og það tillit verður ekki gert nema að framfylgja þingsköpum og framkvæma þau á eðlilegan hátt.