Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson) :
    Virðulegi forseti. Svarið er: Já. Það er unnið að áætlun um þetta. Hún er unnin í samvinnu Ríkisútvarpsins og Pósts og síma eins og venjulega og miðar að heildarlausn, m.a. fyrir Hveragerði og Ölfus, með byggingu endurvarpsstöðvar á svæðinu, sem þjónar bæði útvarpi og sjónvarpi. Við þá framkvæmd styrkist jafnframt útsending sjónvarpsins á Selfossi og í nágrenni.
    Fyrstu drög að framkvæmdaáætlun fyrir þetta sérstaka verk gera ráð fyrir að það kosti 9 millj. kr. Nákvæmari áætlun mun liggja fyrir fljótlega og við gerum ráð fyrir að í þessar framkvæmdir verði ráðist á þessu ári.