Sala á veiðiheimildum
Fimmtudaginn 31. janúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Stefán Valgeirsson) :
    Virðulegi forseti. Já, við höfum ekki sömu skoðun á þessum málum og við vitum það. Hæstv. ráðherra veit það enn þá betur en ég að um beina sölu er að ræða, það er um beina sölu á kvótum að ræða. Ef á að fara eftir þessum lögum þá er það ekki hægt í raun og veru vegna þess að þau eru svo misvísandi.
    Þegar hann er að tala um að kvótinn hafi flust til Norðurlands, ég er ekkert að tala frekar um norður, ég er að tala um hina smærri staði fyrst og fremst sem eru nú í hættu vegna þess að það er verið að kaupa bæði bátana en líka hluta af aflanum og þetta er liðið. Þetta er brot á lögunum, hvorki meira né minna.