Afsal þingmennsku
Föstudaginn 01. febrúar 1991


     Forseti (Geir H. Haarde) :
    Borist hefur bréf frá forseta Sþ., dags. 1. febr. 1991:
    ,,Hér með framsendist yður, virðulegi forseti, bréf Birgis Ísleifs Gunnarssonar, 2. þm. Reykv., þar sem hann afsalar sér þingmennsku frá 1. febr. 1991.
Guðrún Helgadóttir,

forseti sameinaðs Alþingis.


Til forseta Nd.``

    Bréf Birgis Ísl. Gunnarssonar er dags. 29. jan. 1991 og er svohljóðandi:
    ,,Forseti sameinaðs Alþingis,
    Guðrún Helgadóttir.
    Þar sem ég hef verið skipaður bankastjóri við Seðlabanka Íslands frá 1. febr. nk. afsala ég mér þingmennsku frá sama tíma.
    Ég þakka þingmönnum og starfsfólki Alþingis ánægjulegt samstarf og óska Alþingi farsældar í störfum.
Virðingarfyllst,

Birgir Ísl. Gunnarsson,

2. þm. Reykv.``


    Samkvæmt bréfi þessu um afsal þingmennsku tekur Sólveig Pétursdóttir, 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, sæti á Alþingi sem 17. þm. Reykv. en kosninganúmer annarra þingmanna Sjálfstfl. í Reykjavík breytast samkvæmt því eftir venju.
    Hv. þm. Sólveig Pétursdóttir hefur áður tekið sæti á þessu kjörtímabili sem varamaður og þarf því ekki að rannsaka kjörbréf hennar. Ég vil bjóða hana velkomna til starfa á Alþingi.
    Jafnframt vil ég færa Birgi Ísl. Gunnarssyni seðlabankastjóra, sem nú hverfur af þingi, þakkir fyrir störf hans hér á Alþingi undanfarin 11 ár. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra hv. deildarmanna þegar ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi og færi honum og fjölskyldu hans árnaðaróskir okkar allra.