Hraðamælingar í íbúðahverfum
Fimmtudaginn 07. febrúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir greinargóð svör en eins og fram kom í svari hans þá er ekki mikið um að skráðar séu mælingar í þeim götum sem fyrirspurnin beinist að. Er það miður og telur fyrirspyrjandi að það sé full ástæða til að hafa meira eftirlit með og skrá nánar mælingar í þessum götum vegna þess að kærur gefa ekki á neinn hátt sömu mynd og annað eftirlit. Hins vegar tek ég undir það og þær tölur sem dómsmrh. kynnti hér um skráningu þess tækis sem um var rætt, það gefur mjög góðar væntingar í framtíðinni um að hafa eftirlit með þessum þáttum og ákveða hvar þurfi að vera með alvarlegar mælingar og alvarlegt eftirlit. Ég þakka fyrir svarið.