Vegalagning í óbyggðum
Fimmtudaginn 07. febrúar 1991


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að svara hér fyrir hæstv. samgrh. en aðeins láta það koma fram að mér var tjáð af honum að hann leitaði eftir tilnefningu, tæki málið upp við þessa aðila til þess að fá tilnefningu réttra aðila í samstarfsnefnd af þessum toga. Það er auðvitað alveg rétt sem nefnt var hér að eitt ráðuneyti skipar ekki fulltrúa frá öðru ráðuneyti og þess vegna geri ég ráð fyrir að ráðherrann hafi tekið málið upp í ríkisstjórn eða með bréfi til viðkomandi aðila en það er sá farvegur sem eðlilegur er og sjálfsagður.