Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég hefði mælst til þess, ef hægt væri að verða við því, að það yrðu greidd atkvæði í tvennu lagi um þessa tillögu. Fyrst yrðu greidd atkvæði um fyrri hlutann, aftur að seinasta liðnum, þ.e. það yrði endað á orðinu ,,stjórnmálasamband``, en svo yrði tekinn fyrir seinasti liðurinn sem hefst á orðunum: ,,Alþingi felur ríkisstjórninni að leiða málið til lykta.``
    Ég er að óska eftir þessu vegna þess að ég hef ekki hugsað mér að flytja hér fleiri ræður um málið og taldi rétt að koma þessu strax á framfæri áður en svefn færi að sækja á mig því ég tók það sem sjálfsagðan hlut að nú mundu þingmenn almennt fara að ræða málið.