Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna orða hv. 2. þm. Vestf. heyrist forseta að það hafi verið um brtt. að ræða (Gripið fram í.) Þá hefur hv. þm. sleppt orðum í máli sínu sem ekki var annað að skilja en hann óskaði eftir að féllu niður. ( JE: Greiða atkvæði sér um þetta hérna og sér um þessa setningu í tillögunni.) Það er rétt ábending hjá hv. þm. að þetta er að sjálfsögðu verkefni næsta fundar. Forseti hyggst þá taka sér nokkurra mínútna hlé milli umræðna til að skoða þetta mál.