Raðsmíðaskip
Fimmtudaginn 14. febrúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Ragnar Arnalds) :
    Virðulegi forseti. Ég hef ákveðið að hreyfa hér máli er varðar fjögur raðsmíðaskip sem Ríkisábyrgðasjóður seldi á árinu 1987 og leggja fram sjö spurningar sem þessi skip varða. Þetta eru skipin Nökkvi HU, Gissur ÁR, Oddberi EA og Jöfur KE.
    Spurningarnar eru:
 ,,1. Hvaða fiskveiðikvóta fengu raðsmíðaskipin Nökkvi HU, Gissur ÁR, Oddeyri EA og Jöfur KE sem Ríkisábyrgðasjóður seldi á árinu 1987?
    2. Var ekki það fyrirheit gefið, þegar skipin voru boðin út í febrúar 1986, að þau mundu fá þann fiskveiðikvóta sem þarf til að reka slík skip?
    3. Á hvaða verði seldi Ríkisábyrgðasjóður skipin?     4. Hvert væri söluverðið á núvirði?
    5. Hvert er áætlað söluverð skipanna í dag ef ekki er meðtalinn sá fiskveiðikvóti sem fluttur hefur verið á skipin?
    6. Hve miklar skuldir hvíla á skipunum hjá Ríkisábyrgðasjóði?
    7. Hvernig og hvenær hyggst ríkisstjórnin koma þessu máli á hreint þannig að skipin fái viðunandi rekstrargrundvöll og unnt verði að gefa út afsöl?``