Raðsmíðaskip
Fimmtudaginn 14. febrúar 1991


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Það er auðvitað bágt fyrir þessi skip eins og önnur sem verða fyrir skerðingu, rekstrargrundvöllur þeirra raskast allur og skekkist og menn geta ekki staðið við þær áætlanir sem upphaflega hafa verið gerðar. En það er ekkert sérmál þessara raðsmíðaskipa að svo sé því þetta gengur yfir allan flotann. Hins vegar hefur dregist allt of lengi að ganga frá málefnum þessara skipa, þ.e. að ganga frá kaupunum, en það er að sjálfsögðu málefni Ríkisábyrgðasjóðs sem heyrir undir fjmrh. og eðlilegt að snúa sér til hans með það mál.