Brunavarnir í skólum
Fimmtudaginn 14. febrúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson) :
    Hæstv. forseti. Sú fsp. sem hér er lögð fram er lögð fram vegna bruna og þess hættuástands sem varð í Árbæjarskóla nýlega. Því höfum við, ég ásamt hv. þm. Skúla Alexanderssyni, leyft okkur að flytja fsp. á þskj. 562 til félmrh. og menntmrh. um brunavarnir í skólum.
    Fsp. hljóðar svo:
 ,,1. Hvernig er háttað brunavörnum og eldvarnareftirliti í skólum?
    2. Fylgjast ráðuneyti félagsmála og menntamála með framkvæmd sveitarfélaga á 4. gr. laga nr. 74/1982, um brunavarnir og brunamál, að því er skóla varðar?``
    Sú grein hljóðar svo, með leyfi forseta:
    ,,Sveitarfélög skulu halda uppi brunavörnum, þar með talið eldvarnareftirlit, í samræmi við kröfur, sem nánar skal kveða á um í reglugerð um brunavarnir og brunamál. Kostnaður greiðist úr sveitarsjóði.``
 ,,3. Eru brögð að því að ákvæðum brunavarnarreglugerðar nr. 269/1978, um viðvörunarkerfi í skólum, sé ekki framfylgt?``
    Sá reglugerðarliður hljóðar svo, með leyfi forseta:     ,,Í skólum, þar sem samanlagður gólfflötur er 800 m 2 eða stærri, skal vera hægt að gera nemendum og kennurum viðvart um hátalarakerfi eða á annan öruggan hátt ef eldur verður laus. Í stærri skólum skulu vera sjálfvirk viðvörunarkerfi.``