Skúli Alexandersson :
    Virðulegi forseti. Ég bjóst ekki við því að hér í hv. deild færi fram umræða um það sem um hefur verið fjallað í sjútvn. deildarinnar þar sem sú umræða hefur nú farið fram á dálítið sérstakan hátt áður en málið er komið til umræðu hér í hv. deild. Þykir mér því athugasemd hv. þm. Halldórs Blöndals nokkuð sérstök. Fyrir utan það að ég tek svar hæstv. sjútvrh. um afstöðu formanns Alþb. fyllilega til greina held ég að það sé í sjálfu sér alveg óþarft, þó að ég viti að hv. þm. Halldór Blöndal er mikill stuðningsmaður sjútvrh., kannski fyrst og fremst í þessu máli, að hann sé sérstaklega að útskýra afstöðu ráðherrans eða hvernig málið var lagt fram og þaðan af síður afstöðu formanns Alþb.