Vetnisframleiðsla
Fimmtudaginn 21. febrúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Stefán Valgeirsson) :
    Virðulegi forseti. Já, það kemur fram að maðurinn sem hefur unnið mest í þessu, maðurinn sem er mesti vísindamaðurinn í þessu, maðurinn sem hefur til fleiri ára haft samband við háskóla í Þýskalandi og hefur haft bréfaskriftir við þá, er settur til hliðar. Ég verð að segja það bara hér og nú að ég lít svo á að sú ráðstöfun sé til þess gerð að tefja málið.