Málefni aldraðra
Fimmtudaginn 21. febrúar 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseta er ami að því að þurfa að fara í nafnakall út af máli á borð við þetta og biður hv. þingdeildarmenn að reyna að greiða fyrir því að þetta megi ná fram að ganga. Ef það gengur ekki mun forseti slíta þessum fundi og verður það þá á valdi hæstv. ríkisstjórnar að stjórnarliðar mæti hér til atkvæðagreiðslu. Forseti mun bíða eftir tryggingu hæstv. ríkisstjórnar fyrir því að þeir geri það. Það er illt að forseti skuli þurfa að halda skammarræðu yfir hv. þm. sem eru mættir, engu að síður verða þessi sjónarmið að koma fram. Hér var haldinn fundur í gær þar sem áttu að fara fram atkvæðagreiðslur en vantaði mikið upp á það að stjórnarliðar væru hingað komnir. Þessi fundur var sérstaklega hringdur út og stjórnarliðar og allir deildarmenn boðaðir á fundinn, en nú vantar talsvert mikið upp á það að þeir séu komnir til fundar.