Málefni geðsjúkra afbrotamanna
Fimmtudaginn 21. febrúar 1991


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti sér ástæðu til að minna á hver umræðutíminn er í utandagskrárumræðu skv. 1. mgr. 32. gr. þingskapalaga. Þá má sá sem hefur umræðuna tala í þrjár mínútur tvisvar en ráðherrar og aðrir þingmenn í tvær mínútur tvisvar. Þetta vildi ég biðja þá sem eiga eftir að tala hér að hafa vel í huga því að tíminn takmarkast við hálftíma.