Rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 25. febrúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti neðri deildar hefur ritað mér bréf þar sem fram kemur að hv. þm. Sigrún Helgadóttir, 3. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjavík, sem setið hefur á Alþingi í forföllum hv. 12. þm. Reykv., Þórhildar Þorleifsdóttur, geti ekki gegnt þingstörfum lengur og í áframhaldandi forföllum 1. og 2. varamanns og vegna veikinda 4. varamanns Samtaka um kvennalista í Reykjavík sé þess óskað að 5. varaþingmaður, Guðný Guðbjörnsdóttir dósent, taki nú sæti á Alþingi í fjarveru hv. 12. þm. Reykv., Þórhildar Þorleifsdóttur.
    Samkvæmt þessum bréfum og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréf Guðnýjar Guðbjörnsdóttur, 5. varamanns Samtaka um kvennalista í Reykjavík. Gert verður hlé á fundinum í fimm mínútur meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]