Listamannalaun
Þriðjudaginn 26. febrúar 1991


     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Þessi brtt. sem hér er verið að greiða atkvæði um gerir ráð fyrir að helmingur af listasjóði, þ.e. 120 mánaðarlaun, verði notaður til að stofna launasjóð leikhúslistafólks. Brtt. gerir því ekki ráð fyrir meiri fjárútlátum en tillaga meiri hl., heldur miðar að því að mæta þeirri ósk leikhúslistafólks að listgrein þess sé ekki sett skör lægra en aðrar listgreinar sem fá sína sérgreindu sjóði. Ég segi því já.