Grunnskóli
Þriðjudaginn 26. febrúar 1991


     Forseti (Geir H. Haarde) :
    Forseti telur að hv. 2. þm. Reykv. hafi vissulega nokkuð til síns máls þegar óskað er eftir nærveru hæstv. ráðherra við umræðu um þetta dagskrármál. Hins vegar er ráðherrann í opinberum erindum í Frakklandi og síðar á Norðurlandaráðsþingi þessa dagana. Hyggst forseti því gefa frsm. meiri hl. nefndarinnar orðið að þessu sinni en getur að sjálfsögðu ekki neytt frsm. minni hl. til að taka til máls, en telur rétt á þessu stigi að hv. 4. þm. Norðurl. v. fái tækifæri til þess að mæla fyrir meirihlutanefndaráliti. E.t.v. verði mælt hér fyrir öðrum nál. síðar á fundinum ef um það semst, en að öðru leyti verði þessari umræðu eitthvað frestað.