Langtímaáætlun í vegagerð
Fimmtudaginn 28. febrúar 1991


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég get ekki skilið annað en að óhjákvæmilegt sé að endurprenta þingskjalið og óska eftir að forseti gefi úrskurð um það. Mér finnst ekki ástæða til að tala frekar um þetta úti í bæ eða gera úr þessu stórmál. Ríkisstjórnir geta skipað starfshópa að vild en það er ekki hægt að una því fyrir flokk í stjórnarandstöðu sem tekur þátt í slíkum störfum að ekki sé getið um efnislegar bókanir sem eru jafnþýðingarmiklar og sú sem ég las hér upp áðan. Hitt læt ég liggja á milli hluta hvaða augum hæstv. forseti lítur persónulega á það hvernig stjórnarandstaða eigi að haga sér í starfshópum. Ég held að hæstv. forseti verði að tala um það við sjálfan sig. En ég fer sem sagt fram á það að þingskjalið verði leiðrétt þannig að sannleikurinn komi fram. Ég er ekki að fara fram á að það sé umskrifað eða neitt slíkt, bara að þessi bókun komi fram þannig að það sjáist í þingskjalinu hvernig starfslyktir urðu í nefndinni. Eins og þingskjalið liggur fyrir er það villandi og það getur ekki verið hugsun hæstv. ráðherra að skilja þannig við starfshópinn og þetta mál.