Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 01. mars 1991


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Hér er um að ræða afgreiðslu á frv. sem kemur frá ríkisstjórninni, félmrh. Það er algert lágmark auðvitað að hv. þm. séu staddir í salnum þegar verið er að afgreiða frv. hvort sem þau er á vegum ríkisstjórnar eða hv. þm. Ég vil mótmæla því að okkur sé haldið hér á föstudegi á fundi og að stjórnarþingmenn, sem ættu að gegna skyldustörfum sínum eins og við aðrir, skuli ekki vera viðstaddir en voru hér fyrir nokkrum mínútum. Ég sé því ekki, virðulegi forseti, annað en að það verði að fresta afgreiðslu þessa máls þannig að það kemur þá ekki til meðferðar fyrr en á næsta deildarfundi sem yrði eftir helgina.