Greiðslujöfnun fasteignaveðlána
Föstudaginn 01. mars 1991


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil biðja hæstv. forseta að setja ekki niður virðingu Alþingis með því að vera að reyna að skrapa saman þingmönnum til að framkvæma atkvæðagreiðslu sem greinilega er ekki vilji fyrir af hálfu stjórnarliða. Ég stend því við þá ósk sem ég bar fram áðan, að þessu máli verði frestað þar til deildarfundur verður eftir helgi.