Listamannalaun
Mánudaginn 04. mars 1991


     Ragnhildur Helgadóttir :
    Herra forseti. Hér er um að ræða frv. sem byggir á framlögum í fjárlögum. Engar fjárhæðir eru nú á fjárlögum til að nýta til þess að framkvæma þetta frv., ef að lögum verður. Hins vegar yrði að gera ráð fyrir því á næstu fjárlögum og þess vegna leggjum við til að gildistakan verði ekki fyrr en um áramót, eins og hugsunin var í upphaflega frv. þegar menn gerðu ráð fyrir að það yrði e.t.v. samþykkt fyrir síðustu áramót. Þess vegna var gildistökuákvæðið 1. jan. 1991. Vegna þess að nú er komið fram yfir áramót og búið að ganga frá fjárlögum þá þykir okkur einsýnt að þessu sé einfaldlega breytt um eitt ár. Þess vegna segi ég já.