Listamannalaun
Mánudaginn 04. mars 1991


     Ragnhildur Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Hæstv. forseti hefur ekki heimild til að framkvæma atkvæðagreiðslu öðruvísi en þingsköp mæla fyrir um. Þótt þátttaka í atkvæðagreiðslu sé með öðrum hætti en hæstv. forseti, sem þá og þá stjórnar fundi, bjóst við þá verður hann allt að einu að láta fara fram atkvæðagreiðsluna með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í þingsköpum. Þess vegna er alveg ótvírætt að nú ber að leita mótatkvæða.