Fullorðinsfræðsla
Þriðjudaginn 05. mars 1991


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson) :
    Herra forseti. Út af orðum hv. 6. þm. Reykv. er ástæða þess að málið kemur ekki fyrr fram auðvitað fyrst og fremst sú að það var ágreiningur um málið, aðallega af hálfu þeirra sem hafa verið með námskeið fyrir fiskverkafólk og hafa talið að þau námskeið ættu ekki að fara inn í þetta kerfi félmrn. heldur ættu að vera undir stjórn sjútvrn. eða menntmrn. Niðurstaðan varð svo þessi sem menn sjá í frv. Ágreiningur sá sem var uppi með félmrn. og menntmrn. í þessu máli er löngu jafnaður og tafði málið ekki á neinn hátt.
    Mér er auðvitað ljóst að það getur orðið erfitt að ná afgreiðslu á þessu máli núna. En ég held að menn megi nú þakka fyrir það, hv. þm., að hafa þau á sama fundi heldur en ef þeim hefði verið dreift hér inn með löngu millibili þannig að menn gætu skoðað þetta í samhengi og á sama fundi og horft á þetta, helst bæði málin í einu og séð að þau eru harla góð miðað við aðstæður.