Frv. um skipan prestakalla og prófastsdæma
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Skúli Alexandersson :
    Herra forseti. Mér finnst beiðni hv. 2. þm. Norðurl. e. um að þessu frv. verði frestað vegna annarra frv. sem eru til umfjöllunar í allshn. svolítið einkennileg. Það eru fleiri mál sem snerta prestakallaskipan, en við vorum sammála um það í nefndinni að þetta frv. væri sérstakt. Hér er um þá breytingu að ræða að breyta nafni á Grundarfjarðarprestakalli í Setbergsprestakall og er flutt samkvæmt ósk sóknarnefndar í Grundarfirði af Friðjóni Þórðarsyni, hv. 2. þm. Vesturl. Mér finnst beiðnin vera óþörf og ég mun mælast til þess að þetta mál verði afgreitt án þess að fara að blanda því saman við önnur mál sem eru í hv. allshn. Það er óskylt mál þó að verið sé að biðja um aðrar leiðréttingar á prestakallaskipun, þetta mál er svo einstakt að það á ekki að blanda því við önnur mál.